Meirihluti vill að hætt verði við sameiningu

Meirihluti vill að hætt verði við sameiningu

Meiri­hluti á há­skóla­fundi í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri samþykkti á mánu­dag álykt­un þess efn­is að fallið verði frá áform­um um sam­ein­ingu skól­ans og Há­skól­ans á Bif­röst að svo stöddu.Ak­ur­eyri.net grein­di frá þessu í gær.

Þar seg­ir að álykt­un­in hafi verið lögð fram af þrett­án full­trú­um á fund­in­um. Í at­kvæðagreiðslu var hún samþykkt með 25 at­kvæðum gegn 13.

Í byrj­un árs höfðu há­skólaráð Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og Há­skól­ans á Bif­röst samþykkt að hefja sam­ein­ing­ar­viðræður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó