NTC

Meiri aðsókn á Grenivík en í Pepsi-deildinni


Fjölmennt var á Grenivíkurvelli á laugardaginn þegar Magni og Vestra mættust í 2. deildinni. Þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Vestra tryggði Magni sér sæti í Inkasso deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Þetta marka mikil tímamót í sögu Magna en síðast spiluðu þeir í 1. deild árið 1979.

Á fimmta hundrað manns mætti til þess að fylgjast með leiknum en það eru mun fleiri áhorfendur en á mörgum leikjum innan Pepsi-deildarinnar. Skemmtilegt að segja frá því þar sem íbúafjöldi á Grenivík er aðeins 350. Þetta tók einn áhorfandi saman eftir leikinn þegar hann bar saman áhorfendatölur frá öðrum leikjum.

Grenivíkurvöllur 16/9/2017 Magni – Vestri 420 áhorfendur
Alvogenvöllurinn 17/9/2017 K.R. – K.A. 519 áhorfendur
Grinda.völlur 17/9/2017 Grindavík – Breiðablik 325 áhorfendur
Norðurálsvöllurinn 17/9/2017 Í.A – Stjarnan 527 áhorfendur
Þórsvöllur 16/9/2017 Þór – Leiknir Rvk 231 áhorfendur

Sambíó

UMMÆLI