Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er fallinn eftir að Kristinn Kristjánsson gekk úr meirihlutasamstarfi flokksins með Samfylkingunni. Frá þessu er greint á mbl.is í gær. Kristján sat í bæjarstjórn fyrir Fjallabyggðarlistann.
Fjallabyggðarlistann hefur tvo menn í bæjarstjórnininni og höfðu myndað meirihluta með Samfylkingu eftir síðustu kosningar. Sjö fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórninni en auk flokkana tveggja sem voru í meirihluta hefur Sjálfstæðisflokkurinn tvo menn og Framsóknarflokkurinn einn.
Samkvæmt heimildum mbl.is ætlar Kristinn að vera sjálfstæður í bæjarstjórn og því óvíst hvert framhaldið verður.
UMMÆLI