Gæludýr.is

Matthías Örn Friðriksson þjálfar hjá Píludeild ÞórsViðar Valdimarsson úr stjórn Píludeildar Þórs og Matthías Örn

Matthías Örn Friðriksson þjálfar hjá Píludeild Þórs

Matth­ías Örn Friðriks­son, þre­fald­ur Íslands­meist­ari í pílukasti, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Píludeild Þórs. Þar mun hann sjá um almenna þjálfun og afreksþjálfun fyrir meðlimi Píludeildar Þórs.

Matthías er búsettur í Grindavík þar sem hann starfar hjá HS Orku en mun koma norður til Akureyrar að þjálfa reglulega um helgar og þá fer hluti þjálfunarinnar fram í fjarþjálfun.

Matth­ías er fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður en lagði skóna á hill­una árið 2018 til að ein­beita sér að píl­unni en hann lék áður með Þór á Ak­ur­eyri, Grinda­vík, Leift­ur/​​Dal­vík og GG.

Sambíó

UMMÆLI