Martha og María stóðu sig vel á ÍslandsmótiMaría Sól Jólnsdóttir og Martha Mekkín Kristensen. Mynd:fimak.is

Martha og María stóðu sig vel á Íslandsmóti

Martha Mekkín Kristensen og María Sól Jónsdóttir úr Fimleikafélagi Akureyrar tóku þátt á Íslandsmótinu í frjálsum æfingum karla og kvenna hjá fimleikadeild Ármanns í Reykjavík um síðastliðna helgi.

Á laugardeginum var keppni í fjölþraut og gekk stelpunum mjög vel. Á sunnudeginum var keppt til úrslita á einstökum áhöldum. Þar kepptu stúlkurnar til úrslita á stökki og hafnaði María Sól í fjórða sæti og Martha Mekkín í fimmta sæti.

„Þær stóðu sig mjög vel í keppni með fremsta fimleikafólki á landinu. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV báða dagana og höfðu kynnar orð á því á sunnudaginn að gaman væri að sjá keppendur koma inn frá fleiri félögum og að Fimleikafélag Akureyrar hefði ekki um árabil átt keppanda í úrslitum. FIMAK óskar Mörthu Mekkín og Maríu Sól til hamingju með árangurinn,“ segir í tilkynningu frá FIMAK.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó