Marta María Jóhannsdóttir valinn fulltrúi ÍSS á European Youth Olympic FestivalMarta María Jóhannsdóttir við keppni.

Marta María Jóhannsdóttir valinn fulltrúi ÍSS á European Youth Olympic Festival

Marta María Jóhannsdóttir, keppandi og iðkandi hjá Skautafélagi Akureyrar, hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. – 16. febrúar, 2019.

Leikarnir eru haldnir undir verndarvæng Alþjóðlegu Ólympíusamtakanna (IOC) og eru stolt og prýði Evrópsku Ólympíusamtakanna (EOC). Hátíðin á sér 25 ára sögu og er fyrsti Evrópski fjölíþrótta viðburðurinn sem miðaður er að ungum íþróttamönnum á aldrinum 14 til 18 ára. Hátíðin fer fram undir Ólympíufánanum og er rík af ólympískum hefðum, allt frá ólympíueldinum sem logar til eiðs íþróttamanna og starfmanna.

Á EYOF keppa framtíðaríþróttasjörnur Evrópu og taka fyrstu skrefin sín á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin gefur íþróttamönnunum forsmekk af Ólympíu leikunum, en á sama tíma er ungt fólk kvatt til að iðka íþróttir og leiða heilbrigðan lífsstíl. Margir verðlaunahafar EYOF hafa síðar á sínum ferli unnið til verðlauna á Ólympíuleikum (Upplýsingar fengnar af heimasíðu ÍSS iceskate.is)

Marta María Jóhannsdóttir hefur náð framúrskarandi árangri í listhlaupi síðustu ár og hefur síðastliðina vetra sýnt fram á ótrúlega færni í íþróttinni. Marta María varð t.a.m. fyrsti skautarinn til þess að ná tæknistigsviðmiði, í stuttu prógrammi, inn í Afrekshóp, hefur unnið ótal Íslandsmeistaratitla og er einn af fáum skauturum hérlendis sem hefur brotið 100 stigamúrinn.

Sambíó

UMMÆLI