beint flug til Færeyja

Marques Oliver aftur til Þórs

Marques Oliver sem lék með Þórsurum fyrir áramót en meiddist illa kemur aftur til liðs við Þór og verður með liðinu á lokasprettinum ásamt  nýliðanum Nino Johnson og verða Þórsarar því með 2 erlenda leikmenn til taks í lokaumferðirnar.

Bataferlið hjá Marques gengur vonum framan og hann verður orðinn leikfær snemma í febrúar. Þetta gerir það að verkum að Þór mun ávallt geta haft erlendan leikmann inni á vellinum sem léttir á. En eins og reglur deildarinnar kveða á má ekki leika báðum inná á sama tíma.

Einar Ingimundarson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs segir þetta sé það besta í stöðunni en allt kapp verður lagt á að liðið haldi sæti sínu í deildinni.

,,Við erum með tvo frábæra unga leikstjórnendur í Hilmari Smára og Júlíusi Orra auk Hreiðars Bjarka sem getur leyst báðar barvarðarstöðurnar og er öflugur varnarmaður.  Nino og Marques munu skipta með sér miðherjastöðunni þannig að við erum komin með virkilega gott hryggjarstykki í liðið og eigum eftir að standa okkur vel“ sagði Einar viðtali við heimasíðu Þórs, thorsport.is.

Mynd Palli Jóh/thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó