NTC

Markið sem heldur Akureyri á lífi í fallbaráttunni – Myndband

Fyrirliðinn fór fyrir sínu liði á ögurstundu.

Akureyri Handboltafélag á enn möguleika á að halda sæti sínu í Olís-deild karla eftir úrslit kvöldsins.

Akureyri tókst að ná jafntefli gegn toppliði ÍBV fyrr í kvöld og nú rétt í þessu lauk leik Gróttu og Stjörnunnar. Sá leikur endaði einnig með jafntefli sem þýðir að Akureyri og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um 9.sæti deildarinnar í lokaumferðinni næstkomandi þriðjudag.

Í venjulegu ári myndi 9.sæti þýða fall úr deildinni en allar líkur eru á því að fjölgað verði í Olís-deildinni á næstu leiktíð sem þýðir að liðið í 9.sæti mun halda sæti sínu meðal þeirra bestu. Verði 20 lið eða fleiri skráð til leiks keppnistímabilið 2016/2017 verður fjölgað í 12 lið í efstu deild en skráningarfrestur rennur út þann 9.maí næstkomandi.

Myndband af markinu mikilvæga má sjá hér fyrir neðan en Ágúst Stefánsson á heiðurinn af því að klippa markið úr útsendingu ÍBV TV.

Sambíó

UMMÆLI