Þór og Grindavík áttust í dag við í A-deild Lengjubikars karla. Þetta var fyrsti leikur Þórs í mótinu en Grindvíkingar unnu góðan 4-1 sigur á HK í fyrsta leik sínum.
Leikurinn var frekar bragðdaufur en þegar um 20 mínútur voru búnar af seinni hálfleik fékk Sigurjón Rúnarsson rautt spjald í liði Grindavíkur. Hvorugt liðana komst á blað og lokatölur 0-0 í Akraneshöllinni.
Helst ber að nefna að tveir fyrrum leikmenn Þórs spiluðu með Grindvíkingum í dag en Jóhann Helgi Hannesson byrjaði í fremstu víglínu og Orri Freyr Hjaltalín kom inn á 65. mínútu.
Næsti leikur Þórs í mótinu er heimaleikur gegn Fylki í Boganum 24. febrúar.
UMMÆLI