Marína og Mikael er íslenskur djassdúett. Marína Ósk Þórólfsdóttir sér um að syngja en hún hefur verið mjög tengd Akureyrsku tónlistarsenunni frá árinu 2011. Síðustu 4 ár hefur hún dúið í Amsterdam í Hollando og stundað djass söngnám við Conservatoríuna þar.
Marína söng lagið „Ég sé Akureyri“ sem gefið var út í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar. Hún hefur einnig spilaði mikið með Einari Höllu og Rúnari Eff.
Eins og fyrr segir sér hún um sönginn í djassdúettinum Marína og Mikael en það er Mikael Máni Ásmundsson sem spilar með henni þar, á gítar.
Þau sendu nýlega frá sér tónlistarmyndband við lag af væntanlegri plötu, þeirra fyrstu plötu. Platan nefnist Beint Heim. Platan var unnin vorið 2016 og tekin upp í júní 2017 í Sundlauginni, hljóðveri í Mosfellsbæ.
,,Beint heim blandar saman tónlistinni sem við urðum ástfangin af í seinni tíð við tónlistina sem við ólumst upp við í æsku. Efniviðurinn er tónlistin sem við hlustum og spilum mest í dag, jazz og sönglög. Hinsvegar leita útsetningarnar af lögunum í áhrifavalda frá æsku okkar, tónlistina sem við ólumst upp við. Útsetningarnar voru að mestu í höndum Mikaels og ég samdi íslenska texta við öll lögin,“ segir María í spjalli við Kaffið.
Platan kemur út 16. ágúst næstkomandi. Haldnir verða útgáfutónleikar á Græna Hattinum á Akureyri sama dag. María og Mikael munu einnig koma fram á hátíðinni Einni með öllu um verslunarmannahelgina á Akureyri.
Þeirra fyrsta myndband er við lagið „Setjumst hér stutta stund“. ,,Þetta er okkar túlkun á gamla djass laginu „There’s A Lull In My Life“. Sögusviðið er miðnætti á Jónsmessunótt, rómantískt augnablik í íslenskri náttúru.“ Myndbandið gerði Ívar Eyþórsson en það má sjá hér að neðan.
Við notum smákökur (e. cookies) svo þú getir notað síðuna okkar á sem bestan hátt. Með því að halda áfram að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar.LokaUpplýsingar
UMMÆLI