NTC

Maríanna Ragnarsdóttir nýr skólastjóri Lundarskóla

Maríanna Ragnarsdóttir nýr skólastjóri Lundarskóla

Maríanna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Lundarskóla og mun hún taka við starfinu 1. febrúar næstkomandi.

Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár og var hún áður kennari við skólann.

Elías, sem gegnt hefur starfi skólastjóra Lundarskóla síðastliðin 10 ár, tekur við starfi skólastjóra Giljaskóla þann 1. febrúar. 

Sambíó

UMMÆLI