María Pálsdóttir nýr skólastjóri LLA

María Pálsdóttir nýr skólastjóri LLA

Nýr skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar er María Pálsdóttir leikkona. María var valin úr hópi átta umsækjenda. María er spennt fyrir að hefja starf. „Mér finnst þetta mjög spennandi og þótt maður sé að gera ýmislegt annað slær hjartað alltaf í leikhúsinu. Það er líka svo gaman að byggja upp barnastarf,“ segir María.

María er með kennarapróf frá KHÍ, masterspróf í leiklist frá Leiklistarskólanum í Helsinki og leikarapróf frá Leiklistarskóla Íslands. Hún hefur fengist við að kenna sjálfsstyrkingu og leiklist meðfram öðru í gegnum tíðina. „Ég hlakka til að vinna með góðu fólki í LLA og kynnast nemendum sem eru leikhúsfólk framtíðarinnar. Það ríkir mikill metnaður fyrir skólanum innan raða Menningarfélagsins og það verður spennandi að taka þátt í að móta skólann enn frekar.“

Jenný Lára Arnórsdóttir hefur gengt starfi skólastjóra síðustu misseri og þakkar Menningarfélag Akureyrar Jenný Láru fyrir frábæra vinnu og samstarf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó