Framsókn

María Finnbogadóttir sigraði á alþjóðlegu móti í svigiMaría á verðlaunapallinum í gær. Mynd: ski.is

María Finnbogadóttir sigraði á alþjóðlegu móti í svigi

María Finnbogadóttir, hin tvítuga A-landsliðskona í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og sigraði á alþjóðlegu FIS móti í svigi í gær. Mótið er ungverskt meistaramót fyrir 16-20 ára keppendur (e. National Junior Championships) haldið í St. Lambrecht í Austurríki.

María var með besta tímann í fyrri ferðinni og þann næstbesta í seinni ferðinni. Að lokum sigraði hún með 52/100 úr sekúndu en þetta er jafnframt fyrsti sigur María á alþjóðlegu FIS móti erlendis.

María er hvergi nærri búin en um helgina keppir hún á stórsvigsmótum í Reiteralm í Austurríki.

VG

UMMÆLI