Knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros er á leið til Skotlands en hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við Glasgow Celtic.
Celtic endaði síðasta tímabil í skosku deildinni í öðru sæti en lið Örnu Sifja Ásgrímsdóttur, Glasgow City, vann meistaratitilinn.
Marí er fædd árið 2003 en þrátt fyrir ungan aldur á María Catharina þegar að baki 48 leiki í meistaraflokki fyrir Þór/KA og hefur skorað í þeim sex mörk. Þá er hún einnig lykilmaður í yngri landsliðum Íslands.
Hún er þegar komin út til Skotlands og mun ekki klára Íslandsmótið með Þór/KA. Hún spilar líklega sinn fyrsta leik með Celtic í ágúst þegar liðið mætir Levante í Meistaradeild Evrópu.