Margrét Jónsdóttir setur upp sýningu í Sigurhæðum

Margrét Jónsdóttir setur upp sýningu í Sigurhæðum

Margrét Jónsdóttir leirlistakona vinnur um þessar mundir að sýningu sem hún setur upp í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri í sumar. Á hverju ári vinna listamenn verk sérstaklega fyrir staðinn og nú er röðin komin að Margréti sem á einmitt 40 ára starfsafmæli í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Flóru á Facebook.

„Það er áskorun að vinna verk inn í þetta rými,” segir Margrét sem hefur undanfarnar vikur verið að grúska og gera tilraunir. Hún sækir meðal annars innblástur í fjölskyldumyndirnar á veggjum Sigurhæða.

„Þegar við hugsum um Sigurhæðir sjáum við kannski fyrir okkur eitt gamalt skáld með hatt sem situr við borð en þetta var ekki þannig. Á tímablili voru þarna 13 manns í heimili af ólíkum kynslóðum og því mikið líf. Mig langar að fólk fái tilfinningu fyrir öllu þessu fólki sem lifði þarna og starfaði. Þarna var unnið fjölbreytt listrænt starf og mig langar ekki síst að minnast þeirra sem minna hefur verið fjallað um,“ segir Margrét.

Sýning Margrétar verður opnuð laugardaginn 7. júní.

Sambíó
Sambíó