Framsókn

Margrét Erla Maack býður upp á seiðandi  danstíma um helgina

Margrét Erla Maack býður upp á seiðandi danstíma um helgina

Margrét Erla Maack heimsækir Akureyri þann 21. janúar og býður upp á tvenns konar danstíma í Átaki við Strandgötu. Um er að ræða seiðandi Burlesque og svo Beyoncé.

Danstímarnir eru sniðnir að byrjendum en henta fólki með alls kyns dansbakgrunn.Margrét hefur kennt fólki frá 12-72 ára, fólk á öllum aldri er velkomið, en þó er 18 ára aldurstakmark í burlesque.

13:00 Beyoncé-unglingatími
14:00 Beyoncé
15:00 Burlesque

Margrét hefur kennt í Kramhúsinu í Reykjavík í tíu ár. Þetta er í fjórða sinn sem hún kennir dans á Akureyri og í hin skiptin hefur alltaf selst upp. Athugið að einungis 30 pláss eru í hverjum tíma. Árið 2013 var hún útnefnd besti danskennarinn á Reykjavík Dance Festival. Þar að auki var hún á tímabili sérlegur Beyoncé-kennari þýska handboltalandsliðs karla.

VG

UMMÆLI

Sambíó