Margmenni var á leiksýningunni Gutti & Selma og ævintýrabókin í Hömrum í Hofi á sunnudaginn. Það var leikhópurinn Ævintýrahúsið sem flutti verkið en leikstjóri sýningarinnar er Pétur Guðjónsson og aðstoðarleikstjóri Jokka Birnudóttir.
Sýningin er annar viðburður vetrarins af Barnamorgnum í Hofi. Næsti barnamorgun verður 4. nóvember þegar Sigrún Magna verður með krílasöngva fyrir minnstu börnin. Norðurorka er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar en ekkert þátttökugjald er á Barnamorgna.
UMMÆLI