NTC

Marcus Rättel til KALjósmynd: KA - Halldór Stefán Haraldsson og Marcus Rättel

Marcus Rättel til KA

Handknattleikslið KA gaf nýverið frá sér tilkynningu um komu nýs leikmanns í raðir þeirra. Leikmaður sá er Marcus Rättel en hann er 19 ára gamall og kemur frá Eistlandi. Í tilkynningunni segir einnig

Marcus gengur í raðir KA frá eistneska liðinu SK Tapa sem leikur í efstu deild. Fyrir hjá félaginu er Ott Varik sem einnig kemur frá Eistlandi og er örvhentur en Ott stóð sig ákaflega vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu í fyrra þar sem hann gerði 115 mörk í alls 27 leikjum.

Koma Marcus í KA eykur breiddina hægra megin á vellinum en á síðustu leiktíð voru þeir Ott og Einar Rafn Eiðsson einu örvhentu leikmenn liðsins. Þeir stóðu þó heldur betur fyrir sínu en Einar Rafn var markakóngur efstudeildar annað árið í röð en hann gerði 178 mörk í 27 leikjum og Ott var næstmarkahæsti leikmaður liðsins.

Það mun klárlega aðstoða hinn unga Marcus að aðlagast nýju umhverfi að hafa Ott bókstaflega í sínu horni og hlökkum við mikið til að sjá hvernig Marcus kemur inn í okkar unga og efnilega lið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó