NTC

Mara Mars opnar sýningu í Deiglunni

Mara Mars opnar sýningu í Deiglunni

Mara Mars, Gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí klukkan 19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. til 26. maí frá klukkan 14 til 17 báða dagana.

„Hér á Akureyri verð ég innblásinn af fallegu hraunlandslaginu, fjöllunum, álfum, tröllum, sjónum – þessi djúpu áhrif hafa leitt mig til að skapa ný verk eins og Svart & Hvítt og Silfur,“ segir Mara.

Svart & Hvítt: Hef séð marga fjallshryggi þakta snjó til hálfs og munstrið milli snjósins og hraunsins er svo fallegt – fullt af töfrandi fígúrum sem gleðjast. Ég á nokkrar myndir málaðar eftir ljósmyndum sem ég tók – en náttúran er alltaf miklu tilkomumeiri sjálf. Við höfum val um hvort við sjáum svart eða hvítt.
Silfur: Ljósið á Íslandi er svo sérstakt og ég nota fyrir það silfurpappír.
Þetta verk er tileinkað álfum, álfum, tröllum og öllum náttúruöndum sem búa saman í friði og hamingju.

Upplýsingar um Mara Mars á vef Gilfélagsins https://listagil.is/?p=4259

Um Listamanninn
Mara Mars: https://maramars.kleio.com/

Fædd 10.11.1949 í Rüti, ZH í Sviss. 
Sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá 1979.
Vann fyrir Esther Matossi-Foundation, Zurich í Sviss 1999.  Meðlimur í Visarte, myndlistarfélaginu í Sviss frá árinu 2010.  Vann rétt til vinnustofudvalar í Cité Internationale des Arts, París, Frakklandi 2015. Vinnustofudvalir í New York, BNA. Býr og starfar í Dietikon í Sviss.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó