Manneskja ársins 2023: Helgi Rúnar Bragason

Manneskja ársins 2023: Helgi Rúnar Bragason

Helgi Rúnar Bragason er maður ársins árið 2023 samkvæmt lesendum Kaffið.is. Atkvæðatalningu í kosningum um manneskju ársins frá Akureyri og nágrenni er lokið og stóð Helgi Rúnar Bragason uppi sem sigurvegari með 3209 atkvæði.

Helgi Rúnar safnaði 2.210.001 krónu í Mottumars árið 2023. Helgi náði eftirtektarverðum árangri í mottumars síðustu tvö ár og safnaði í heildina 3.5 milljónum króna fyrir baráttuna gegn krabbameini. Helgi lést í ágúst aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein.

Í tilnefningum sem Helgi Rúnar fékk segir meðal annars: „Helgi var ótrúlegur maður og dugnaður hans duldist engum sem fékk að kynnast honum. Helgi Rúnar var frábær manneskja og hans verður sárt saknað en minning hans mun ávallt lifa innan íþróttalífsins á Akureyri og víðar.“

Þær Hildur Ýr Kristinsdóttir, eiginkona hans, og Karen Lind Helgadóttir, dóttir hans, tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Í viðtali sem birtast mun á Kaffinu á næstunni segja þær að sú viðurkenning og þakklæti sem lesendur Kaffið.is hafa sýnt Helga með þessari kosningu hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir hann.

Í öðru sæti í kosningu Kaffið.is um manneskju ársins var sigurvegari ársins 2022, Sigrún Steinarsdóttir, með 2986 atkvæði. Í þriðja sæti var Íris Ósk Gunnarsdóttir með 1752 atkvæði.

Allar tilnefningar má finna hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó