Myndband sem Húsavíkingar settu í loftið fyrir helgi hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. Það hefur þegar fengið 55 þúsund áhorf og verið deilt 350 sinnum á Facebook.
„Við bindum miklar vonir við þessa nýju flugleið og erum þegar farin að taka á móti brosandi Manchester búum til Húsavíkur. Veturinn er það sem við þurfum að efla og það á að vera stærsta fjárfesting okkar, enda mun það nýta betur aðra fjárfestingu sem hefur verið ráðist í við uppbyggingu ferðaþjónustu hér,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, markaðsstjóri hafna Norðurþings og verkefnastjóri Húsavíkurstofu.
Í myndbandinu er ferðafólk frá Manchester hvatt til að nýta sér nýja flugleið easyJet frá Manchester til Akureyrar og boðið að upplifa einstaka töfra Húsavíkur í bland við léttan húmor. „Markmiðið að vekja áhuga ferðamanna á að taka þann stutta auka leiðangur frá Akureyri yfir til Húsavíkur. Markmið okkar er að gera Húsavík að eftirsóttum áfangastað, ekki bara yfir sumartímann heldur allt árið um kring,“ segir Örlygur.
Hér er slóð á myndbandið: https://www.facebook.com/visithusavik/videos/1095514522284032
UMMÆLI