Mánaðar fangelsi fyrir að brjótast inn í HjálpræðisherinnMynd tengist ekki beint frétt, brotist var inn í verslun Hertex við hliðina á.

Mánaðar fangelsi fyrir að brjótast inn í Hjálpræðisherinn

Á vef mbl.is kemur fram að rúmlega fimmtugur karlmaður hafi verið dæmdur í mánaðar fangelsi fyrir að brjótast inn í Hjálpræðisherinn á Akureyri og stela skiptimynt, einnig var maðurinn sekur um að stela rafmagnshlaupahjóli úr sameign fjölbýlishúss. Í dómi Héraðsdóms Norður­lands eystra kem­ur fram að maður­inn hafi játað brot sín.

Maðurinn á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1992 og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir þjófnað, um­ferðarlaga­brot, lík­ams­árás og brot gegn barna­vernd­ar­lög­um.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó