NTC

Málverkið er vinkona og viðfangið eru konur

Málverkið er vinkona og viðfangið eru konur

Sýningin Málverkið er vinkona og viðfangið eru konur opnar í dag, fimmtudaginn 12. september klukkan 16:00 á Bókasafni HA – léttar veitingar í boði.

Verk Guju Nóa samanstanda af hugmyndum um mæður, dætur, systur og konur almennt sem gera sér glaðan dag úr gráma hversdagsins.

Guja Nóa hefur alla sína tíð verið viðloðandi myndlist í einu eða öðru formi, bæði sem skapari og sem aðnjótandi. Frá árinu 2018 hefur hún tekið myndlistina fastari tökum og einbeitt sér nær alfarið að listagyðjunni og sköpun. Áður rak hún fataverslun og klæddi upp Akureyringa og nærsveitunga. Kannski er það stærsti skúlptúrinn?

Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins sem er 8-16 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á þriðjudögum og fimmtudögum er opið frá 8-18.

ÖLL VELKOMIN!

Sambíó

UMMÆLI