Máluðu regnbogagangbraut í Listagilinu

Máluðu regnbogagangbraut í Listagilinu

Ungmenni úr vinnuskólahóp Félagsmiðstöðva Akureyrar á aldrinum 14 til 16 ára máluðu regnbogagangbraut yfir yfir Kaupvangsstræti Listagilinu í vikunni.

Amanda Eir Steinþórsdóttir og Kristján Leó Kindt ræddu við fréttamann RÚV á meðan þau unnu að gangbrautinni með starfsfélögum sínum. Þau sögðu að brautin væri til heiðurs Pride-mánuðinum.

Þau sögðu fyrirmyndina vera regnbogastéttir í Reykjavík og Seyðisfirði og að slíkt hafi vantað á Akureyri.

Á vef RÚV segir að forsvarsmenn vinnuskólans hafi leitað til bæjaryfirvalda og fengið leyfi til þess að mála yfir þessa gangbraut sem er ein sú fjölfarnasta í bænum.

Mynd með frétt: Skjáskot RÚV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó