NTC

Málþing um tengsl kláms og ofbeldis


Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, boða til málþings um tengsl kláms og ofbeldis föstudaginn 28. apríl frá kl. 16:00-18:00 í Hafnarvitanum, Strandgötu 16.

Dagskrá:
Kristín Heba Gísladóttir
Ávarp og kynning ársskýrslu f.h stjórnar Aflsins

Ólöf María Birnu Brynjarsdóttir, meistaranemi í félagsvísindum:
Ofbeldi og yfirvald, vangaveltur um ofbeldi og birtingarmyndir þess í nútíma samfélagi

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar: „Mér finnst það bara verða grófara og grófara“ Upplifun ungs fólks á kynlífi, klámi og ofbeldi.

Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum: „Þú ert bara ráðin til að kyngja, kinka kolli á milli lappa og hlusta á mig syngja“ Hugleiðingar um klámvæðingu og afleiðingar hennar.

Fundarstjóri verður Pétur Guðjónsson, viðburðarstjóri VMA, leikstjóri, leikskáld og plötusnúður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó