Málþing um lýðveldið í Hofi á laugardaginnBúðargluggi á Akureyri, skreyttur til heiðurs lýðveldisins. Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson

Málþing um lýðveldið í Hofi á laugardaginn

AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþingið hefst klukkan 14:00 laugardaginn 4. maí næstkomandi í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í aðsendri tilkynningu frá akademíunni. Þar segir einnig:

Málþingsstjóri er Þorgerður Anna Björnsdóttir, kínverskufræðingur, verkefnastjóri við Konfúsíusarstofnun Háskóla Íslands og félagi í AkureyrarAkademíunni.
Í tengslum við málþingið verða sýndar ljósmyndir frá Akureyri þegar bæjarbúar fögnuðu stofnun lýðveldis á Íslandi 17. júní 1944 sem Minjasafnið á Akureyri hefur tekið saman.
Umræður á málþinginu fara fram í tveimur málstofum með þátttöku fræðimanna við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Dagskrá viðburðarins er hægt að finna með því að smella hér en þar mun fjöldinn allur af fræðafólki frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands taka til máls.

AkureyrarAkademían er rannsókna- og fræðasetur á Akureyri, stofnað árið 2006, og er með aðsetur í
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Frekari upplýsingar um málþingið og akademíuna sjálfa er að finna á heimasíðu hennar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó