NTC

Málþing í Hofi 10. nóvember: Grípum inn í! – Hatursorðræða og ofbeldi meðal barna og ungmenna 

Málþing í Hofi 10. nóvember: Grípum inn í! – Hatursorðræða og ofbeldi meðal barna og ungmenna 

Málþing sem fjallar um hatursorðræðu og ofbeldi á meðal barna og ungmenna verður haldið í Hofi fimmtudaginn 10.nóvember næstkomandi klukkan 16:30.

Á málþinginu verða fjórir örfyrirlestrar ásamt pallborðsumræðum. Fyrirlesarar eru fagfólk á sínu sviði sem tengjast öll á einhvern hátt málefnum barna og ungmenna. Málþingið er opið öllum og foreldrar og forsjáraðilar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta, en einnig öll þau sem umhugað er um velferð barna og ungmenna.  

„Hatursorðræða og ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur verið áberandi að undanförnu. Vandinn er umfangsmikill og flókinn og nauðsynlegt er að allir taki ábyrgð. Með samhentu átaki getum við hér á Akureyri gripið inn í stöðuna og um leið búið til öruggara og betra samfélag fyrir börn og ungmenni,“ segir í lýsingu á viðburðinum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó