Málþing í Háskólanum á Akureyri – Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð

Háskólinn á Akureyri.

Út er komin bókin Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð.

Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í þessari bók greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda. Bókin á erindi við fróðleiksfúsa lesendur sem láta sér annt umlæsismenntun barna og þróunarstarf í skólum í nútíð og framtíð.

Í tilefni af útkomu bókarinnar verður haldið málþing við háskólann á Akureyri þann 9. mars kl 13.30 í stofu M102.

Málþingið er öllum opið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó