Malbikun er nú hafin í Vaðlaheiðargöngunum og hefur staðið yfir í nokkra daga. Áætlað er að malbika göngin í tveimur áföngum en í þessum fyrsta áfanga verður miðhluti ganganna malbikaður, eða u.þ.b. 2,5 kílómetrar. Það svæði í göngunum þar sem enn rennur vatn. Seinni áfanginn verður síðan tekinn í ágúst eða september þegar sitt hvor endi ganganna verður malbikaður. Það er fyrirtækið Hlaðbær Colas sem er undirverktaki Ósafls við malbikunina.
Innan ganganna, á svokölluðu hrunsvæði, þar sem kaldavatnsæð opnaðist er verið að byggja inntaksmannvirki þar sem vatnið verður virkjað og það nýtt sem neysluvatn á Svalbarðsströnd. Þetta kemur fram í frétt Rúv í dag. Yfir uppsprettur heita vatnsins stendur svo til að leggja forsteyptar einingar og malbika ofan á þær.
UMMÆLI