NTC

Málar Petrykivka myndir með penslum úr kattahárumMynd: vma.is

Málar Petrykivka myndir með penslum úr kattahárum

Ioanna Borysova hefur í listnámi sínu á listnáms- og hönnunarbraut VMA málað Petrykivka myndir, sem er sérstök úkraínsk málaralist, eins konar skreytingamyndir, með penslum sem hún hefur búið til úr kattahárum.

Ioanna Borysova er frá borginni Kamianske í austurhluta Úkraínu en Petrykivka málaralistin á uppruna sinn í samnefndu þorpi, Petrykivka í Dnipropetrovsk í austurhluta Úkraínu.

Ioanna var í hópi þeirra fjölmörgu Úkraínumanna sem lögðu á flótta eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Ioanna kom með móður sinni til Íslands í apríl á síðasta ári og í vetur hefur hún stundað nám í VMA og einnig sótt íslenskunám í SÍMEY. Á vef VMA er fjallað nánar um hana, listaverk hennar og dvöl hennar á Íslandi. Þar má einnig sjá myndir sem hún hefur málað.

VG

UMMÆLI

Sambíó