NTC

Majó opnar á laugardaginn

Majó opnar á laugardaginn

Veitingastaðurinn og vinnustofan Majó mun opna í Laxdalshúsi laugardaginn 28. ágúst. Majó er fyrirtæki þeirra Magnúsar Jóns Magnússonar og Jónínu Bjargar. Þau elska mat, menningu og list og hafa hingað til verið með pop-up veitingastaði á Norðurlandi undir nafni Majó þar sem einblínt er á sushi og fusion matargerð.

Sjá einnig: Majó opnar í Laxdalshúsi

Opnunardaginn, 28. ágúst, verður opið frá kl. 12-22, með glæsilegum nýjum matseðli, myndlist og góðri stemmingu. Á Facebook síðu Majó segir að gómsætt sushi verði í boði í brottnámsbökkum frá kl. 12. Einnig er hægt að panta sushi með því að senda línu á majoiceland@gmail.com

„Í þessu fína húsnæði verður hægt að bóka hópa í kvöldverð eða sushi námskeið og þar munum við græja veislur og fleira sem tengist þessari ástríðu okkar. Á tyllidögum verður opið fyrir gesti og gangandi í drykk og mat, eða mögulegt að grípa með sér brottnámsbakka, allt í umhverfi vinnustofunnar,“ segir í tilkynningu Majó á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI