Magni tryggði áframhaldandi sæti sitt í Inkasso deildinniGunnar Örvar skoraði tvö í dag fyrir Magna. Mynd/Sævar Geir

Magni tryggði áframhaldandi sæti sitt í Inkasso deildinni

Magni Grenivík tryggði sér í dag áframhaldandi sæti í Inkasso deild karla.

Magni voru í fallsæti fyrir umferðina í dag og heimsóttu ÍR í Breiðholtið. ÍR voru í 10. sæti fyrir leikinn með tveimur stigum meira en Magni og dugði því jafntefli til að tryggja sig í deildinni.

Magni byrjaði vel og komst yfir með marki frá Gunnari Örvari Stefánssyni á sjöttu mínútu. ÍR svaraði með tveimur mörkum og komst yfir en Gunnar Örvar jafnaði aftur fyrir hálfleik.

Magni sem var sterkari aðilinn í seinni hálfleik komst svo aftur yfir með marki frá Sigurði Marínó á 78. mínútu og þar við sat. 2-3 sigur Magna staðreynd og halda þeir því sæti sínu í Inkasso deildinni.

Þór kláraði mótið í þriðja sæti 

Þór tók á móti Leikni á Þórsvelli í leik sem skipti afar litlu máli fyrir bæði lið. Leikurinn var sá síðasti hjá þjálfara Þórsara þar sem Lárus Orri hættir með liðið.

Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna þar sem Jóhann Helgi, Jakob Snær og Alvaro Montejo skoruðu mörk heimamanna en Sólon Breki skoraði mark gestanna.

Þór endar því í 3. sæti deildarinnar og kemst ekki upp í Pepsi deildina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó