Þórsarar sóttu Selfyssinga heim í gær en leikurinn byrjaði illa fyrir Þórsara. Eftir 27 mín. var staðan orðin 2-0 fyrir Selfoss og hélst þannig fram að hálfleik.
Þórsarar mættu af krafti í seinni hálfleikinn og á 64. mín. skoraði Jónas Björgvin fyrsta mark Þórsara og kom þeim sannarlega á bragðið því á næstu 15 mínútum skoruðu Þórsarar 4 mörk til viðbótar. Annað markið var sjálfsmark heimamanna, Alvaro Montejo gerði þriðja markið, Jónas var svo aftur á ferðinni í því fjórða og Guðni Sigþórsson gerði fimmta mark Þórsara á þessum ótrúlegu 15 mínútum.
Heimamenn náðu að klóra í bakkann á síðustu mínútu leiksins en það var of seint og 5-3 sigur Þórsara staðreynd.
Magni með sinn annan sigur í sumar
Á Grenivík tóku heimamenn í Magna á móti Njarðvíkingum. Magni hafði fyrir leikinn ekki tekist að ná í stig síðan í 3. umferð deildarinnar en í gærkvöldi sóttu þeir loks sigur. 2-0 sigur þar sem Gunnar Örvar Stefánsson skoraði bæði mörk liðsins.
UMMÆLI