Magnea Björt Íslandsmeistari í kata

Þann 6. og 7. maí var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata á Akranesi og er þetta þriðja skiptið sem Karatefélag Akureyrar tekur þátt í þessu móti. Félagið er á mikilli siglingu og fór með 24 krakka á mótið frá 6 ára til 16 ára. Um 250 þáttakendur frá 11 félögum taka þátt í mótinu.

Karatefélag Akureyrar hampaði Íslandsmeistara í kata 12 ára unglinga sem Magnea Björt Jóhannesdóttir vann með yfirburðum. Íris Harpa Hilmarsdóttir lenti í 3 sæti í sama flokki. María Bergland Traustadóttir hafnaði í 3. sæti í kata 10 ára barna. Þá hafnaðiSóley Eva Magnúsdóttir í 3. sæti í kata 13 ára unglinga.

Hópkata liðið 12-13 ára unglinga sem saman stendur af Björgvini Snær Magnússyni, Sóleyju Evu Magnúsdóttur og Magneu Björt Jóhannesdóttur varð í 2 sæti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó