N1 mót KA fór fram um helgina á Akureyri í 35. skipti. Metþátttaka var á mótinu en alls kepptu 216 lið á mótinu í ár og tæplega 600 manns komu að framkvæmd mótsins. Tjörvi Jónsson, myndbandagerðamaður, fékk það verkefni að fanga stemninguna á mótinu og úr varð magnað myndband.
„Í ár var stemmingin eitthvað aðeins trylltari en áður fyrr, mögulega vegna engra samkomutakmarkanna, tja eða góða veðursins, hver veit. Þetta var allavegana alveg geggjað í ár og ég hlakka til að mæta aftur að ári liðnu,“ segir Tjörvi um mótið í ár.
„Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir aðstoðina sem er svo sannarlega ómetanleg.Hér má sjá stórskemmtilegt myndband frá stemningunni á KA-svæðinu undanfarna daga og erum við strax farin að hlakka til að endurtaka leikinn á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá KA.
Hér að neðan má sjá myndbandið
UMMÆLI