Maðurinn sem lést eftir köfunarslys í Eyjafirði í gær var erlendur ferðamaður. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.
Sjá einnig:Maður lést í köfunarslysi í Eyjafirði
Þar segir að hann hafi verið í köfunarferð með stórum hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis á svæðinu. Von er á tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni í dag vegna málsins.
Um var að ræða 64 ára gamlan bandarískan karlmann.