Lögreglan á Norðurlandi Eystra greindi frá því á Facebook síðu sinni nú fyrir skömmu að maður um tvítugt sem leitað hefur verið síðan í gærkvöldi fannst látinn í Fnjóská í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi.
Lögreglu barst tilkynning um hvarf mannsins um klukkan 18:30 í gærkvöldi og hefur hans verið leitað í alla nótt. Um 130 viðbragðsaðilar komu að leitinni sem nú hafa verið afturkallaðir. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.
UMMÆLI