NTC

Maðurinn laus úr gæsluvarðhaldi

Maðurinn laus úr gæsluvarðhaldi

Karlmaðurinn sem hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á andláti ungrar konu var í dag látinn laus úr haldi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðasta sunnudag sem rann út á hádegi í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að karlmaðurinn hafi verið yfirheyrður í fjórða sinn í morgun auk þess sem að sérfræðingur úr Barnahúsi hafi verið fenginn norður til þess að taka skýrslu af fimm ára syni hinnar látnu. Ekkert kom fram við yfirheyrslurnar sem gat varpað ljósi á dánarstund konunnar né nákvæmlega hvað olli andláti hennar.

Dánarorsök konunnar liggur ekki enn fyrir. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir en niðurstöður eiturefnarannsóknar er beðið.

„Ekki var talið að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að farið yrði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum og hefur honum nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur sýnt vilja til að aðstoða lögreglu við rannsóknina, en framburður hans hefur ekki verið upplýsandi um aðdraganda andláts hennar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

VG

UMMÆLI

Sambíó