Maður á þrítugsaldri játar sök í kirkjumálinu

Akureyrarkirkja

Akureyrarkirkja

Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók fyrr í dag mann á þrítugsaldri grunaðan um skemmdarverk á fjórum kirkjum í bænum.

Rituð voru ókvæðisorð á fjórar kirkjur í bænum og mun kostnaður við úrbætur hlaupa á hundruðum þúsunda króna.

Sjá einnig: Kostnaður á Akureyrarkirkju mun hlaupa á hundruðum þúsunda

Við skýrslutöku játaði maðurinn verknaðinn og er hann talinn einn að verki. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Málið telst upplýst og er maðurinn laus úr haldi lögreglu. Lögreglan sendir þakkir til allra sem aðstoðuðu við rannsókn málsins

Sjá einnig: Fjórar kirkjur á Akureyri urðu fyrir skemmdarverkum í nótt

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó