Píeta

Maður handtekinn í Hrísey með aðstoð sérsveitar

Maður handtekinn í Hrísey með aðstoð sérsveitar

Lögreglan á Norðurlandi Eystra handtók mann í Hrísey síðdegis á fimmtudag. Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. Vísir greindi fyrst frá, en samkvæmt þeirra heimildum var maðurinn handtekinn í heimahúsi.

Engum vopnum var beitt við aðgerðirnar og þurfti enginn að leita sjúkrahjálpar vegna málsins. Maðurinn er laus úr haldi og verður ekki krafist gæsluvarðhalds yfir honum.

Andri Freyr Sveins­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, aðspurður um hvers vegna óskað var eftir aðstoð sérsveitar, segir í sam­tali við mbl.is: „Verk­efnið var þannig að við ákváðum að fal­ast eft­ir aðstoð frá þeim.“ Frekari upplýsingar um eðli málsins liggja ekki fyrir.

Sambíó

UMMÆLI