NTC

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur greint frá því að fullorðinn maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal í nótt. Ekki er vitað dánarorsök að svo stöddu.

Laust fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal. Maðurinn hafði verið við veiðar í gær og hafði ekki skilað sér til baka að veiðitíma loknum eftir kl. 22:00.

Óskað var strax eftir aðstoð frá nálægum björgunarsveitum og síðar voru fengnar björgunarsveitir úr Eyjafirði og austan af landi með sérhæfðan búnað. Þá var óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni með að senda þyrlu norður.

Maðurinn fannst látinn í ánni laust eftir klukkan 03:00 í nótt. Hann fannst skammt frá þeim stað sem síðast var vitað um ferðir hans. Í stöðuuppfærslu á Facebook þakkar lögreglan öllum þeim viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir þeirra störf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó