MA mun mæta MH í úrslitum Gettu beturLjósmynd: Unnar Vilhjálmsson

MA mun mæta MH í úrslitum Gettu betur

Líkt og Kaffið hefur áður greint frá þá tryggði Menntaskólinn á Akureyri sér sæti í úrslitum Gettu betur á dögunum.

Í gærkvöldi kom svo í ljós hverjum þeir mæta í úrslitaviðureigninni þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Menntaskólann í Reykjavík í undanúrslitum spurningakeppninnar.

MH og MA mætast því í úrslitum Gettu betur sem fram fara í Háskólabíói fimmtudaginn 27. mars næstkomandi og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Þessi grein er skrifuð af Guðmari Gísla Þrastarsyni, nemanda í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Sambíó
Sambíó