
Lið MA í ár. Mynd:ma.is
Dregið var í 8-liða úrslit Gettu betur í Kastljósi í gærkvöldi og var Menntaskólinn á Akureyri í pottinum. MA mun mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Viðureign MA og FSu verður sú síðasta í röðinni í 8-liða úrslitunum þann 17.mars en allar viðureignirnar verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV.
8-liða úrslit Gettu betur
ME – Flensborg 24.febrúar
Kvennó – FG 3.mars
MH – MR 10.mars
FSu – MA 17.mars
MA hafði betur gegn Verkmenntaskóla Austurlands í 16-liða úrslitunum með einu stigi, 23-22.
Sjá einnig