Hin árlega góðgerðavika Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri hófst á mánudaginn. Nemendur skólans munu safna fyrir Hollvinasjóð SAk í ár.
Góðgerðavikan er með öðru sniði í ár en vanalega og fer nú fram á netinu. Góðgerðavikan fer þannig fram að nemendur og kennarar skólans gera ýmsar áskoranir þegar ákveðin peningaupphæð hefur safnast. Til að mynda voru tveir nemendur 12 tíma á kajak á Pollinum við Akureyri í gær og aðrir nemendur ætla að fara 200 ferðir í rúllustiganum í Rúmfatalagernum á Glerártorgi.
Markmiðið er að safna 500 þúsund krónum fyrir Hollvinasamtökin og það lítur allt út fyrir að það takist en í morgun höfðu safnast tæplega 400 þúsund krónur.
Allir geta lagt málefninu lið með því að leggja inn á reikning:
Kt: 470997-2229
Rnr: 0162-15-382074