Framsókn

MA-ingar afhentu Kvennaathvarfinu rúmlega eina milljón í morgunMynd: Menntaskólinn á Akureyri á Facebook

MA-ingar afhentu Kvennaathvarfinu rúmlega eina milljón í morgun

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri söfnuðu rúmlega einni milljón króna í góðgerðaviku skólans sem fór fram í síðustu viku. Öll upphæðin rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Í morgun afhentu nemendur skólans fulltrúa Kvennaathvarfsins á Akureyri 1.058.000 krónurnar sem söfnuðust.

Sjá einnig: Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri söfnuðu einni milljón fyrir Kvennaathvarfið

Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í morgun fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Nemendur skólans tóku sér ýmis verkefni fyrir hendur til þess að safna pening fyrir Kvennaathvarfið.

Sem dæmi má nefna keyrðu einhverjir til Raufarhafnar fyrir hamborgara þegar þrjú hundruð þúsund krónur höfðu safnast, félagið Stemma reyndi að slá eins mörg heimsmet og hægt var á einum degi og þegar upphæðin náði upp í milljón lofuðu tveir nemendur skóans að gifta sig. Þá mættu kennarar sem meðlimir rokksveitarinnar Kiss í skólann, einhverjir nemendur fengu sér húðflúr, heitapottafélag skólans fór í 30 heita potta á einum degi og margt fleira.

Á myndinni eru, auk Söndru, Karl Frímannsson skólameistari og fulltrúar stjórnar skólafélagsins, Sölvi Jónsson, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Þorsteinn Jakob Klemenzson, Þura Björgvinsdóttir og Birgir Orri Ásgrímsson.

VG

UMMÆLI

Sambíó