Lýsa efasemdum um fyrirhugaða sameiningu við Háskólann á Bifröst

Lýsa efasemdum um fyrirhugaða sameiningu við Háskólann á Bifröst

Deildir félagsvísinda, laga og viðskipta við Háskólann á Akureyri hafa ályktað um fyrirhugaða sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst. Forsvarsmenn kalla eftir frekari rökstuðningi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Birgir Guðmundsson, deildarstjóri félagsvísindadeildar segir þar mikilvægt að þeim efasemdum verði eytt áður en lengra er haldið.

„Landsbyggðar vinkill, að þetta sé einhver skóli sem er sérstaklega fyrir landsbyggðina. Er það eitthvað umfram það sem að Háskólinn á Akureyri myndi bara gera hvort sem er sjálfur,“ segir Birgir á vef RÚV þar sem nánar er fjallað um málið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó