NTC

Losun rotþróa í ÞingeyjarsveitLjósynd: NorthIceland.is

Losun rotþróa í Þingeyjarsveit

Í dag hófst rotþróartæming í Þingeyjarsveit eftir að gerðir voru nýjir samningar við Verkval ehf. Samkvæmt tilkynningu frá Þingeyjarsveit fyrr í dag er þá núna einn verktaki með alla sveitina. 

Tæmt verður í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Bárðardal. Allar staðsetningar þar sem tæmt verður verða settar inn á kortasjá sveitarfélagsins eða map.is. Þannig getur fólk fylgst með ferlinu og séð hvenær síðast var losað hjá sér.

Hér er haft eftir tilkynningu Þingeyjarsveitar:

Við biðjum fólk um að huga að aðgengi að rotþróm, hreinsa frá svo auðvelt verði að finna þær og hafa hlið ólæst. Ef fólk vill koma á framfæri einhverjum sérstökum upplýsingum þá er bent á að hafa samband við Verkval í síma 858-5588.

Sambíó

UMMÆLI