London og Akureyri vinsælustu áfangastaðirnir um páskana

London og Akureyri vinsælustu áfangastaðirnir um páskana

Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga um páskana í ár eru London, Akureyri og Berlín ef marka má nýjustu tölur á bókunarsíðunni Booking.com. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, komst að þessari niðurstöðu þegar hann fór að skoða gistibókanir Íslendinga um páskana í gegnum booking.com. Kristján ræddi málið og fall Wow air sérstaklega í Morgunvaktinni á Rás 1 í gærmorgun.
Þessir tugir þúsunda sem hafa farið til Tenerife síðustu ár, þeir horfa kannski meira á að ferðast innanlands í ár og jafnvel næstu ár. Hlutfall Íslendinga af heildarmarkaðnum er ekkert rosalega stórt, ef maður horfir á gistimarkaðinn á Íslandi þá er um tíunda hver gistinótt seld Íslendingum,” sagði Kristján.

Samkvæmt tölum frá booking.com eru Íslendingar að bóka sér gistingu að mestu leyti í London um páskana en þar strax á eftir kemur Akureyri. Í þriðja sæti er Berlín og þar á eftir koma Kaupmannahöfn og París.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó