NTC

Loksins vinnur Akureyri

Andri Snær fór á kostum í dag.

Andri Snær fór á kostum í dag.

Akureyringar mættu nokkuð lemstraðir til leiks en báðir aðalmerkverðir liðsins er nú meiddir. Hin ungi Arnar Þór Fylkisson fékk tækifærið í marki Akureyringa og stóð sig með mikill prýði. Arnar varði 13 skot og átti stóran þátt í sigri Akureyringa.

Selfyssingar leiddu á upphafsmínútunum en um miðjan fyrri hálfleik fóru Akureyringar í sókn og þá var ekki aftur snúið. Staðan var 13:15 í hálfleik en endaði í 29:32, Akureyri í vil.

Andri Snær Stefánsson má eflaust kalla mann leiksins en honum tókst að skora 11 mörk, þar af sex af vítalínunni.  Mindaugas Dumcius og Karolis Stropus skoruðu sitthvor 5 mörkin.

Hjá Selfyssingum voru þeir Elvar Örn Jónsson og Andri Már Sveinsson mest áberandi. Elvar skoraði 7 mörk meðan að Andri skoraði 6 mörk.

Fyrsti sigur Akureyrar staðreynd og vonandi það sem koma skal.

 

 

Sambíó

UMMÆLI