Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn bætir við sig þingmanni og nær inn þremur mönnum. Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti þingmaður kjördæmisins.
Framsóknarflokkurinn hlaut 25,6 prósent atkvæða samanborið við 14,3 prósent í kosningunum árið 2017. Kjördæmakjörnir þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi eru Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.
Sjálfstæðisflokkurinn var næst stærstur í kjördæminu og fær inn tvo þingmenn líkt og árið 2017. Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru kjördæmakjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Vinstri græn halda einnig tveimur þingmönnum í kjördæminu en Jódís Skúladóttir kemur inn sem uppbótarþingmaður með Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem er þriðji þingmaður kjördæmisins.
Samfylkingin missir einn þingmann og er Logi Einarsson, formaður flokksins, sá eini sem kemst á þing úr kjördæminu. Miðflokkurinn missir einnig einn þingmann frá síðustu kosningum en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemst inn. Þá bætir Flokkur fólksins við sig manni og Jakob Frímann Magnússon, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi er kominn á þing.
Lokatölur:
B – Framsóknarflokkur – 25,6%
C – Viðreisn – 5,4%
D – Sjálfstæðisflokkur – 18,5%
F – Flokkur fólksins – 8,6%
J – Sósíalistaflokkur Íslands – 4,1%
M – Miðflokkurinn – 8,9%
O – Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn – 0,3%
P – Píratar – 5,3%
S – Samfylkingin -10,5%
V – Vinstri græn – 12,9%
Þingmenn:
D – Sjálfstæðisflokkur 2 (0)
B – Framsóknarflokkur 3 (+1)
V – Vinstri hreyfingin grænt framboð 2 (0)
S – Samfylkingin 1 (-1)
C – Viðreisn 0 (0)
P – Píratar 0 (0)
M – Miðflokkurinn 1 (-1)
F – Flokkur fólksins 1 (+1)
J – Sósíalistaflokkurinn 0 (0)
O – Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0 (0)
UMMÆLI